Breytingar ná ekki fótfestu nema starfsfólk skilji tilganginn, sjái sig í ferlinu og treysti að breytingin bæti vinnuna í raun.
Hvar vandinn liggur?
Flest fyrirtæki fara í gegnum breytingar af einni eða annarri ástæðu — nýtt kerfi, ný skipulagning, ný áhersla eða endurskipulagning. Oft er breytingin nauðsynleg, en framkvæmdin getur orðið tímafrek, flókin og kostnaðarsöm.
Aðferðin – greining, þátttaka og raunhæf framkvæmd.
Áður en breytingar eru innleiddar þarf að skilja hvernig vinnan fer í raun fram, hvernig samskipti virka og hvað mótar viðhorf innan fyrirtækisins. Í stað þess að byggja á tilgátum er fyrst aflað innsýnar – fylgst með ferlum, rætt við starfsfólk og dregin upp mynd af því hvernig breytingin snertir mismunandi hópa í hversdagslegu starfi.
Breytingastjórnun í framkvæmd snýst því um að draga úr áhættu og auka skilvirkni með því að byggja á staðreyndum fremur en tilfinningum. Þátttaka starfsfólks er síðan lykillinn að því að breytingin verði raunveruleg og varanleg.
Ávinningurinn – minni sóun, meiri árangur.
Þegar breytingar eru undirbúnar og innleiddar á þennan hátt verður ferlið bæði hagkvæmara og áhrifaríkara. Fjármunir nýtast betur því ekki er verið að „slökkva elda“ eða endurvinna mistök. Tíminn sem fer í greiningu skilar sér margfalt til baka í formi skýrleika, samþykkis og hraðari framvindu.
Í hnotskurn:
- Innleiða breytingar á markvissan, mannlegan og hagkvæman hátt.
- Greina vinnumenningu til að finna raunverulegar hindranir og tækifæri.
- Draga úr sóun á tíma, orku og fjármagni.
- Efla þátttöku, traust og skilning starfsfólks.
- Tryggja að breytingar skili mælanlegum og varanlegum árangri.
Add comment
Comments