Þegar fólk og ferlar mætast verður breytingin raunveruleg
Heildræn nálgun byggir á því að skilja fólk, samvinnu og flæði – og tengja það við hagnýta umbótavinnu.
Með því að sjá vinnuna eins og hún raunverulega er, verða smáatriði að tækifærum, flæði eykst og breytingar skila árangri.
---
Það sem aðgreinir þessa nálgun frá hefðbundinni ráðgjöf er samspil mannlegrar innsýnar, eigindlegrar greiningar og skýrrar sýnar á árangur – þar sem raunveruleg vinna fólks verður lykillinn að raunhæfum umbótum
Ferlagreining & hnökrakortlagning
Fyrir fyrirtæki sem vilja sjá hvar tími, orka og auðlindir tapast í daglegum ferlum.
- Greining á lykilferlum og samskiptalínum.
- Kortlagning á hnökrum, tvíverknaði og flöskuhálsum.
- Tillögur að einföldum umbótum sem skila skjótum ávinningi.
Hentar sem fyrsta skref fyrir fyrirtæki sem vilja fá skýra mynd af stöðunni.
Breytingastjórnun í framkvæmd.
Fyrir fyrirtæki sem eru að innleiða ný kerfi, ferla eða skipulagsbreytingar.
- Aðstoð við að skipuleggja innleiðingu með áherslu á starfsfólkið.
- Samskipta- og þátttökuaðferðir sem draga úr mótstöðu.
- Eftirfylgni og stuðningur við stjórnendur og lykilfólk.
Hentar þegar breytingar eru í gangi eða framundan.
Vinnustofur & fræðsla
Fyrir teymin sem vilja efla skilning, samvinnu og sameiginlegan árangur.
- Sérsniðnar vinnustofur um ferla, gæði og vinnumenningu.
- Aðferðir sem virkja starfsmenn og tengja þá betur við markmið fyrirtækisins.
- Fræðsla um hvernig litlir hnökrar geta haft stór áhrif.
Hentar bæði sem sjálfstæður viðburður eða sem hluti af stærra umbótaverkefni.
Heildræn ferlaumbótaverkefni
Fyrir fyrirtæki sem vilja fara alla leið í að hagræða og nýta betur mannauð og kerfi
- Greining, kortlagning og innleiðing umbóta í einu samhengi.
- Sameining gagna, tækni og vinnubrögða í skýra heild.
- Regluleg mæling á árangri og eftirfylgni.
Hentar stærri verkefnum þar sem raunveruleg umbreyting er markmiðið.