Nálgun sem byggir á því að skilja fólk, samvinnu og flæði – og tengja það við hagnýta umbótavinnu.
Í flestum fyrirtækjum er til fjöldi skjala sem lýsa ferlum: gæðahandbækur, verklagslýsingar, stefnumótunarskjöl, þjónustuferlar og upplýsingaflæði. Þau eru mikilvæg – þau skapa stefnu, festu og sameiginlega skilgreiningu á því hvernig hlutir „ættu“ að ganga fyrir sig.
En eins og margir stjórnendur hafa kynnst, þá er oft bil á milli þess sem stendur á blaðinu og þess sem gerist í raunveruleikanum.
Vinnan fer fram í samtölum, samspili, óformlegum skilaboðum, viðbragðsáætlunum sem mótast yfir tíma og lausnum sem starfsfólk skapar í daglegu amstri til að halda flæðinu gangandi.
Ef við viljum ná raunverulegum umbótum, hagræðingu og aukinni vellíðan í vinnu, þá þurfum við ekki aðeins að kortleggja ferlana – heldur að skilja veruleikann sem býr á bakvið þá.
________________________________________
Frá skrifuðum ferlum til lifandi vinnulífs
Í starfi mínu felst kjarninn í því að draga fram hvernig vinnan fer í alvöru fram:
hvernig fólk vinnur saman, á hvaða upplýsingum ákvarðanir byggja, hvar flæði myndast – og hvar það stöðvast.
Til þess nota ég blöndu af:
- Eigindlegri aðferðafræði mannfræði
- djúpsamtöl, þátttökugreining, athugun og markvissar spurningar sem opinbera hegðun, samskipti, upplifun og sjónarhorn starfsfólks.
- Viðtalstækni sem gefur rými fyrir reynslu og raunverulegar aðstæður
- þar sem ekki aðeins er spurt “hvað gerist?” heldur líka “hvernig, af hverju og við hvaða aðstæður?”
- Nútímalegum greiningarlíkönum í breytingarstjórnun og ferlagreiningu
- til að tengja mannlega þáttinn við rekstrarflæði, mælikvarða, stefnu og árangursviðmið.
________________________________________
Af hverju þessi blanda virkar
Þessi nálgun leiðir fram mynstur sem annars sjást ekki. Hún opinberar t.d.:
- óformlegar lausnir sem starfa vegna fólks – ekki kerfa
- flöskuhálsa sem spretta upp úr samskiptum, ekki tækni
- óljósar ábyrgðir sem leiða til tvíverknaðar eða að enginn tekur ákvörðun
- skörun milli kerfa og deilda sem truflar upplifun bæði starfsmanna og viðskiptavina
- vinnuvenjur sem hafa þróast út frá aðstæðum – ekki stefnu
Það sem gerir aðferðina enn öflugri er að hún er yfirleitt ekki tímafrek.
Oft næst árangur hratt – því með því að varpa ljósi á raunveruleg samskipti, ferla og hindranir koma fram auðleyst vandamál sem hægt er að laga strax.
Þegar fyrstu hnökrarnir eru fjarlægðir, fer boltinn að rúlla:
- fólk sér að breytingar skila árangri, trúin á innleiðinguna eykst, og starfsfólk finnur að þekking þess og reynsla eru virt.
- Afleiðingin er bætt flæði, færri truflanir og mælanlegur ávinningur – bæði í árangri, stemningu og hagkvæmni rekstursins.
________________________________________
Handbækur duga ekki einar og sér
Skipulag og skráðir ferlar eru nauðsynleg grunnstoð.
En þeir eru ekki nóg.
- Það sem býr í gæðahandbókum er formið – það sem býr í vinnunni sjálfri er efnið.
Aðeins með því að skoða bæði getum við byggt flæði sem virkar í raun.
Við höfum öll séð vinnustaði þar sem ferlaskjöl fylgja ekki daglegum veruleika.
Ekki vegna þess að starfsfólk vilji ekki fylgja þeim – heldur vegna þess að raunveruleikinn krefst oft annars konar nálgunar en blaðið segir.
Að skilja það er ekki veikleiki – það er lykill að umbótum.
________________________________________
Hvers vegna þetta skiptir máli
Þegar við skiljum hvernig fólk vinnur í reynd, ekki aðeins á pappír, þá getum við:
- þróað lausnir sem virka
- aukið skilvirkni án þess að þyngja ferla
- dregið úr álagi og ruglingi
- byggt betri vinnumenningu
- nýtt þekkingu starfsfólks sem er ósýnileg í skjölum
- náð fram raunverulegum sparnaði og aukinni þjónustuupplifun
Þessi nálgun byggir á hagkvæmni, innsýn og virðingu fyrir raunveruleikanum – og því verður breytingin sjálfbær.
Umbætur verða ekki innleiddar – þær verða til í samtali, innsýn og sameiginlegri ábyrgð.
________________________________________
Það sem gefur árangur í ferlum er ekki bara ferill;
það er fólk sem vinnur, lærir, leysir úr málum og býr til flæði.
Með því að sjá, hlusta og skilja hvernig verklag lifir í daglegu starfi – hjá fólki, í samtölum og í smáatriðum vinnunnar – opnast dyr að umbótum sem eru bæði raunhæfar og varanlegar.
Þar er Heildræna nálgunin mín rótin.
________________________________________
Viltu vita meira?
Ég aðstoða fyrirtæki með:
- Ferlagreiningu
- Hnökrakortlagningu
- Breytingastjórnun
- Innleiðingu umbóta
- Eflingu vinnumenningar og samvinnu
Sendur mér línu ef þú vilt kanna hvernig ég gæti stutt ykkar vegferð
Add comment
Comments